top of page
Search

Marinella Haraldsdóttir ráðin framkvæmda- og fjármálastjóri Atwork á Íslandi

  • Writer: Eva Sigurgeirsdóttir
    Eva Sigurgeirsdóttir
  • Dec 16, 2025
  • 2 min read

Updated: Dec 17, 2025



Atwork á Íslandi hefur ráðið Marinellu Haraldsdóttur sem framkvæmda og fjármálastjóra félagsins og dótturfélaga. Hún hóf störf í nóvember 2025 og mun leiða frekari uppbyggingu og þróun þjónustu Atwork á íslenskum markaði og einnig er möguleiki að félagið taki þátt í verkefnum erlendis.

Marinella kemur til Atwork úr starfi framkvæmdastjóra Úthafsskipa ehf., þar sem hún stýrði félaginu frá 2014 til 2025. Þar áður starfaði hún sem fjármálastjóri félagsins frá 2008. Hún hefur víðtæka reynslu af rekstri, fjármálum, alþjóðlegum samskiptum og stjórnun verkefna bæði innanlands og erlendis. Þá hefur hún leitt fasteignaþróunarverkefni og haft umsjón með rekstri og útleigu fasteigna innan samstæðu.

Marinella hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum og situr nú í stjórnum meðal annars hjá Reykjafelli ehf., AF2 slhf. og IceBAN. Hún hefur áður starfað í stjórnum fyrirtækja í sjávarútvegi, tækni, ferðaþjónustu, nýsköpun og fasteignaþróun.

Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, löggildingu í verðbréfamiðlun frá Opna háskólanum í HR og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands. Hún hefur jafnframt lokið ýmsum stjórnarnámskeiðum, þar á meðal Ábyrgð og árangur stjórnarmanna.

„Það er mér mikill heiður að taka við starfi framkvæmdastjóra Atwork á Íslandi. Ég hlakka til að leiða áframhaldandi vöxt félagsins og vinna með frábæru teymi að því að efla þjónustuna og skapa enn betri og fleiri lausnir fyrir viðskiptavini okkar ásamt því að gera félagið sterkara og þróa það frekar með nýrri nálgun,“ segir Marinella Haraldsdóttir.


Um Atwork:

Atwork rekur 16 skrifstofusetur víðs vegar um landið undir nafni Regus og Spaces sem þjónusta fjölda fyrirtækja og einstaklinga í fjölbreyttum atvinnugreinum. Atwork býður upp á sveigjanleg skrifstofurými, einkaskrifstofur, fundaraðstöðu og nútímalega vinnuumgjörð sem sniðin er að fjölbreyttum þörfum nútíma vinnumarkaðar. Nýjasta viðbót Atwork er Dixon Lounge sem er glæsilegur einkaklúbbur við Laugarveg 27B og svo er að opna ný staðsetning í janúar 2026 á Álftanesi.

 
 
 

Comments


bottom of page