top of page
Search

RagnarZ opnaði sína fyrstu einka og sölusýningu á Íslandi – á Dixon Lounge

  • Writer: Eva Sigurgeirsdóttir
    Eva Sigurgeirsdóttir
  • Dec 13, 2025
  • 1 min read

Listamaðurinn Ragnarz opnaði sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í Dixon Lounge þann 6 des. 

Sýningin er í abstrakt og fusion stíl og samanstendur af verkum unnum úr sand, vikri, akrýl og olíu.  Vikurinn sem notaður er í verkunum kemur úr eldgosunum sem dunið hafa á á Suðurnesjum, sem gefur efniviðnum sterka tengingu við lifandi íslenska náttúru. 

 

Málar eftir fermetraverði. 

 

Ragnarz hefur þróað einstakt verð- og eignarhaldskerfi í kringum verk sín: En verð miðast við meðalfermetraverð síðustu 5 ára á fasteignaverði atvinnuhúsnæðið í 101 Reykjavík. 

Verkin eru seld eftir fermetrum, svipað og fasteignir. 

 

Hverju verki fylgir veggjaleigusamningur, sambærilegur lóðaleigusamningi til 99 ára þar sem kostnaður kaupanda er þá frá ca 540 kr. á mánuði á meðan samningurinn er í gildi. Listamaðurinn tekur það fram að samningarnir eru ekki framseljanlegir nema með samþykkir listamannsins, en ganga í erfðir innan ættmenna listamannsins, ólíkt lóðarleigurétti. Þessi nálgun gerir verk Ragnarz að lifandi, langtíma „veggjarrými“ sem eigendur njóta á nýstárlegan og í senn á skuldbindandi hátt. Fusion art listamaðurinn Ragnarz er með heildræna sýningu og upplifun fyrir alla.

 

Á sýningunni kynnir listamaðurinn eingöngu nýtt efni Ragnarz, sem er hans innri maður sem hefur fylgt honum í sköpunarferlinu og mótað bæði verk og aðferðafræði í ára raðir. 

 

Nánari upplýsingar og viðtöl beint við listamanninn: 

Fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka viðtal við listamanninn sjálfan er hægt með því að senda inn fyrirspurn á email : info@atwork.is 

 

Sýningaropnun: 

Sýningin stendur fram yfir jól á opnunartíma Dixon Lounge sem er frá 11:30 til 23:30 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga en aðra daga til 19:00, lokað á sunnudögum.

 
 
 

Comments


bottom of page